Glimmis - endurskinsmerkið sem gerir að verkum að þú sést í myrkrinu


Allir vilja láta taka eftir sér. Það er svo lykilatriði að ökumenn taki eftir fólki sem er á gangi eða gengur yfir bílveg.
Það er ódýr líftrygging að ganga með endurskinsmerki. Sá sem þau ber, sést miklu betur og í lengri fjarlægð en sá sem ekki notar þau.

Algengast er að slys á fótgangandi vegfarendum verði í þéttbýli þar sem götulýsing er. Þess vegna er endurskinsmerkið ekki síður mikilvægt í borginni en úti á landi. Það þarf að nota endurskinsmerki allan ársins hring í rökkri og myrkri og nauðsynlegt er að bera merkin bæði að framan og aftan svo ökumenn geti komið auga á fótgangandi vegfaranda. Það getur bjargað lífi fólks að sjást.

Glimmis er endurskinsmerki framleitt í Svíþjóð og er bæði ætlað að tryggja líf fólks í umferðinni og vera fallegur fylgihlutur. Nú fást rúmlega 100 gerðir af Glimmis® endurskinsmerkjum og ný form, myndir og litir bætast stöðugt við. Það er auðvelt að bera Glimmis endurskinsmerkin og fella þau að mismunandi persónuleikum og áhugamálum. Það er líka smart að nota endurskinsmerkin, þau eru ekki bara til öryggis. Glimmis endurskinsmerkin festir þú auðveldlega á jakkann þinn, bakpokann, barnavagninn, hjólastólinn eða skjalatöskuna.


Aflaðu þér frekari upplýsinga á glimmis.com/why

Vilt þú selja Glimmis endurskinsmerki á Íslandi?


Þeir sem selja Glimmis endurskinsmerki fá í hendur kynningarefni og ráð frá dreifingaraðila til þess að geta kynnt varninginn sem best fyrir viðskiptavinum sínum. Við viljum hjálpa þér við að ná árangri.

Ef þú hefur áhuga á að að selja Glimmis endurskinsmerki, skaltu ekki hika við að hafa samband við YD Design:

YD Design
Sími: 00354 587 9393
Netfang: yd@yd.is
www.yd.is


 

This film is shot from a driver's perspective.
It demonstrates how visible you are with and without a reflector.

© Popomax 2022 ® Glimmis is a registered trademark of Popomax AB.

Hi there, you seem to be using an old version of Internet Explorer which might show web pages incorrectly.
Upgrading Internet Explorer or switching to Safari or Firefox is free! // Glimmis